Vín sem fyrirtækjagjöf

Hvort við séum með besta vín í heimi er líklegast spurning sem við fáum aldrei svar við. Það sem við vitum þó er að starfsmenn okkar og viðskiptavinir kunna vel að meta vínið sem við bjóðum uppá og það er það sem okkur finnst mikilvægast.

Vintønner

Bodegas Santalba
 

IDÉ House of Brands hefur unnið með Bodegas Santalba síðan snemma fyrsta áratug þessarar aldar og er í nánu samstarfi við víngerðina. Bærinn er staðsettur í u.þ.b. 10 mínútna fjarlægð frá Haro, höfuðborg Rioja héraðsins á Spáni. 

Bodegas Santalba er fjölskyldurekið býli,  sem í dag er rekið af Roberto, þriðju kynslóðar víngerðarmanni. Roberto er maður með mikla ástríðu fyrir faginu og sýn hans er "gott vín fyrir fólkið" - frá alþjóðlegu sjónarhorni. Hann flytur út til Kína, Bandaríkjanna og fjölda landa í Evrópu, og setur oft meiri hugsun í fjölbreytileikann sem hann selur frekar er magnið.

Býlið er einstakt á heimamarkaðinum þar sem það hefur ákveðið að einblýna á gæðin frekar en magnið. Þetta þýðir að framleiðslan þerra í dag er aðeins brot af því sem stóru víngerðirnar framleiða, en gæðin eru framúrskarandi. Þegar þú opnar eina af einstökustu flöskum bæjarins, þar sem vínberin koma af 200 ára gömlum vínvið, þá færir vínið þig á ferðalag sem þú gleymir seint.