Einkennisfatnaður gefur tilfinninguna um fagmennsku, hún lætur fyrirtækið þitt standa útúr, á sama tíma og það lætur starfsfólkinu þínu líða eins og hluta af teymi.

Einfaldur einkennisfatnaður -  hentugur fyrir minni fyrirtæki

Með einföldum einkennisfatnaði eigum við við vinnufatnað sem er aðalega afhentur beint af lager. Þetta hentar flestum fyrirtækjum en hjálpar minni og meðalstórum fyrirtækjum að aðstoða starfsmenn auðveldlega með vinnufatnað. Allt frá veitingastöðum, fasteignasölum, bönkum, skrifstofum, verslunum, vöruhúsum, iðnaðarmönnum og öðrum þjónustustéttum. Kosturinn við að taka vörur af lager er að við getum afhent hratt og að þú þarft ekki að skuldbinda þig við mikið magn. Þetta gefur þér bæði sveigjanleika og ber litla áhættu í för með sér.

Við erum með marga samstarfsaðila og getum útvegað einkennisbúninga og annan búnað fyrir allar atvinnugreinar, allt frá öflugum vinnufatnaði til snyrtilegra jakkafata. Jafnvel þó að við setjum saman safn úr lager, getum við sett saman samsetningar af flíkum og litum sem gerir þær einstakar.  Það er einnig hægt að gera einfaldar breytingar á flíkunum, t.d að breyta lit á hnöppunum í bolunum auk þess að sauma út eða prenta lógó. Með litlum breytingum verður flíkin ennþá sérstakari og styður við huhrif þíns fyrirtækis. 

Sérsniðinn einkennisfatnaður - það besta frá báðum heimum

Með "sérsniðnum" einkennisfatnaði eigum við við blöndu af legarhlutum og sérframleiddum vinnufatnaði. Fyrirtækið situr eftir með einstakar vörur með frábæran sýnileika. Afhendingatími lagerhlutanna er stuttur á ssama tíma og ýmsir möguleikar á sérframleiddu hlutunum eru miklir. Við afhendum hönnun og hugmyndir byggðar á prófílnum þínum og því sem þú vilt koma á framfæri í gegngum einkennisfatnaðinn.

Sérgerður einkennisfatnaður

Sérframleiddur einkennisfatnaður. Ef þú velur að láta sérgera einkennisfatnaðinn þinn hefuru nokkra valmöguleika. Ef þú ert þegar með fatalínu eða vilt búa til fatalínu getur einkennisfatnaðarteymið okkar aðstoðað þig. 

Fyrir núverandi fatalínu erum við með nokkra valkosti, hvort sem það er í efni, skurði, hönnun, fylgihlutum eða verði. Ef þú vilt búa til nýja línu getum við aðstoðað þig í gegnum allt ferlið. Við getum hannað einstakann einkennisfatnað sem endurspeglar fyrirtækið þitt. 

Sérstök framleiðsla krefst lágmarks pöntunarmagns en verð á flík er oft lægra en þegar keypt er af lager. En kosturinn við þetta er að við höfum tækifæri á að aðlaga vöruna algjörlega að notandanum og þá einnig notkuninni.