Árangursrík ráðstefna

Hvað er það sem þarf til að mögulegir viðskiptavinir og samstarfsaðilar stoppi við þinn bás á ráðstefnum?Hvernig ert þú valinn framyfir samkeppnina?Við erum bæði með vörurnar og sérfræðiþekkinguna til að aðstoða þig við að ná sem mestu útúr ráðstefnunni!

Það er margt sem þarf að huga að þegar þú ferð á ráðstefnu. Þú þarf ekki einungis að vera sýnilegur fyrir hugsanlegum viðskiptavinum, heldur þarftu einnig að sýna sem best fyrir hvað þú stendur.

Í frumskógi ráðstefnubúnaðar höfum við sérfræðiþekkinguna til að benda þér á hvað hentar til að koma þínum skilaboðum á framfæri. Við vinnum með nokkrum af bestu framleiðendunum í ráðstefnuvörum svo þú getur alltaf valið úr efstu hillu. Við erum einnig með allan nauðsynlegan smitvarnarbúnað fyrir þig svo að viðskiptavinum og starfsmönnunum þínum finnist vera hugsað um öryggi þeirra. 

Til að fullkomna svo útlitið erum við með risa úrval af fatnaði sem hægt er að merkja með þínum skilaboðum. Bolir, hettupeysur, skirtur, jakkaföt og jakkar. Hvernig hljómar flottur fagmannlegur bolur með þínu slagorði?


Minnislitinn þinn

 1. Byrjaðu snemma að skipuleggja
  Til að ná árangri á ráðstefnunni er mikilvægt að byrja snemma að skipuleggja. Hvað þarftu marga bása, hverjir taka þátt í sýningunni, hvaða keppinautar verða þarna, hvaða búnað og varning þarftu? Því fyrr sem þú byrjar, því betur ertu búin fyrir árangursríka þáttöku á ráðstefnunni.

 2. Settu þér markmið
  Hvað viltu fá útúr því að taka þátt í ráðstefnunni?Hvort sem það er að fá nýja viðskiptavini eða búa til spenning fyrir nýrri vöru þá er mikilvægt að vera með skýr markmið svo þú náir sem bestum árangri.

 3. Hvernig viltu að áhorfendurnir sjái þig
  Hönnun, stærð og útlit þarf að aðlaga að markmiðum þínum. Það er líka mikilvægt að hönnunin á þínum bás sé í takt við þitt fyrirtæki, bæði hvað varðar lit og texta. Sjáðu nokkar vörur fyrir ráðstefnur hér. 

 4. Undirbúðu smitvarnir
  Útbreiðsla Covid-19 Vorið 2020 hefur breytt því hvernig við umgöngumst stóra viðburði. Gerðu gestum það auðvelt fyrir að finnast þeir öryggir í þínum bás. Fjárlægð á milli stóla, spritt og tíð þrif snertiflata.Sjáðu úrvalið okkar í smitvarnarbúnaði!

 5. Gjafavarningur
  Tryggðu að gestirnir þínir fari með jákvæðu viðhorfi. Allt að 88% muna eftir þeim sem gaf þeim gjafavarning 12 mánuðum seinna og 40% gjafavarnings leiðir af sér aukin viðskiptatækifæri. Sjáðu úrvalið okkar af gjafavarningi!

 6. Tilkynntu um þáttöku þína
  Segðu viðskiptavinum þínum og samstarfsaðilum að þú munir taka þátt í ráðstefnunni og útskýrðu fyrir þeim hvar þeir geti fundið þig. Afhverju ættu þeir að koma við á þínum bás, segðu þeim hvað gerir þinn bás einstakan og hvað þú getur boðið gestum. Notaðu fréttabréf, samfélagsmiðla og netið þér til stuðnings. Muntu bjóða afslátt fyrir þá sem heimsækja þig, ertu með glænýja vöru sem enginn hefur séð, eða frábæran gjafavarning? Segðu núverandi og hugsanlegum viðskiptavinum frá þessu til að tæla þá í þinn bás.

 7. Undirbúningur
  Til að tryggja að allt gangi eftir áætlun á ráðstefnunni er mikilvægt að undirbúa sig. Hvaða starfsmenn koma til með að vera fulltrúar fyrirtækisins, æfið framkomuna. Æfið samtöl við viðskiptavini, og vertu viss um að vera með svörin við mikilvægu spurningunum. Ef þú hefur tækifæri til þess er sniðugt að setja upp básinn fyrirfram og æfa sig þar sem þetta fer fram.

 8. Eftirfylgnin
  Mundu að hafa aftur samband við gestina þína! Skrifaðu niður hverja þú hittir og um hvað þið rædduð. Vertu aktívur og eftirtektarsamur. Sýndu að þú manst hver þau eru, hvað þeim fannst áhugavert og búðu til tilboð eftir því.

Gangi þér vel á ráðstefnunni, við erum meira en tilbúin að aðstoða þig í gegnum allt ferlið.