Sérsniðið gjafaforrit

Allir vilja finna bestu gjöfina fyrir starfsmennina sína. Gjöf er tækifæri til að hvetja starfsmennina og þakka þeim fyrir þau góðu störf sem þeir vinna allt árið.

Hér hjá IDÉ House of Brands geturðu sérsniðið þitt eigið gjafaforrit til að einfalda ferlið og takmarka þann tíma sem þú eyðir í að finna réttu gjöfina. Við afhendum svo allt saman innpakkað, með þakkarbréfi annað hvort á skrifstofuna eða á heimili starfsmannsins. 
 

 

 

Þér er frjálst að velja hvort starfsmaðurinn fái að velja eigin gjöf úr þeim 300 gjöfum sem við bjóðum uppá, eða þú getur sett saman úrval sem endurspeglar gildi fyrirtækisins þíns. Ekki gleyma að við getum líka hjálpað þér með tilefni eins og hátíðisdagar, afmæli, giftingar, keppnir og fleira.

Skoðaðu nokkra af þeim valkostum sem við getum boðið þér og starfsmönnunum þínum og hafðu samband ef einhverjar lausnanna virka fyrir þitt fyrirtæk

Gjafabréf

Leyfðu starfsmönnunum að velja sjálfir. Hver starfsmaður fær sinn eigin aðgang svo þeir geti valið sér gjöf úr fjöbreyttu úrvali. Gjafaúrvalið inniheldur vörumerkin Snö of Sweden, Spiegelau, Remington, STANLEY og margt fleira.


Sérsniðið gjafaforrit

Þú velur gjafirnar, við sérsníðum veflausn! Þér er velkomið að velja úr 300 gjöfum, við setjum þetta allt saman í stafræna lausn með hönnun eftir þínum óskum.


Hátíðisdagur, afmæli og brúðkaup

Hvort sem það er fyrirtækið sem heldur upp á hátíðardag, starfsmaður sem giftist eða eignast börn, þá er athygli vel metin. Við veljum fast úrval sett fram í stafrænni lausn sem þú getur valið úr.


Hvetjandi gjöf fyrir góða vinnu

Það á að verðlauna góðan árangur! Framúrskarandi afrek eða sölukeppni? Vel ígrunduð þakklætisgjöf gerir það meira aðlaðandi að standa sig vel.